Taktu þátt í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar
Hvað er á dagskrá í dag?
Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar stendur nú yfir vikuna 30.september -6. október.
Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til virkrar þátttöku í þeim viðburðum sem í boði eru en af nægu er að taka. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.
Hér má svo sjá dagskrá vikunnar.
Fimmtudagur 3. október
Kl. 5.45-23.00
Sólarströndin og tækjasalur í Lífsstíl opinn. Spinning kl 6.05 (frír aðgangur), Buttlift kl 11.15 (frír aðgangur), Spinning kl 12.05, MetaFITT kl 16.35 og Pallar/STEP kl 17.25 (frír aðgangur). Stakir tímar á kr. 500.
Kl. 8.30-9.00
Njarðvíkurskóli, á sal skólans. 8.-10. bekkur fræðast um ábyrgð í umferðinni (skellinöðrur, hjálmanotkun og farþega).
Kl. 09.45
Leikskólinn Gimli býður foreldrum og öðrum bæjarbúum að fara í vettvangsferð með nemendum og kennurum í Barnalund sem er umhverfis- og útikennslusvæði leikskólans.
Kl.10.00
Inniíþróttadagur í leikskólanum Garðaseli (allir taka þátt). Næst yngsti árgangur (2010) kemur til með að fara í stuttar gönguferðir. Yngsti árgangurinn (2011) tekur þátt eftir getu og þroska.
Kl. 10.00
Nesvellir. Frítt í leikfimi í boði öldrunarþjónustu.
Kl. 10.00-10.35
Njarðvíkurskóli, á sal skólans. Krissi lögga talar við nemendur 3.-4. bekkja um öryggi í umferðinni og útivistartíma.
Kl. 10.00-11.00
Mánavallabörnin (yngstu börnin) í leikskólanumTjarnarseli bjóða bæjarbúum að skoða ævintýralega útisvæðið sitt í Tjarnarseli sem börn, foreldrar og kennarar hönnuðu í samstarfi við George Hollander og Sarke Mrnakova hjá fyrirtækinu SAGE-gardens sf.
Kl. 10.35-11.15
Njarðvíkurskóli, stofa 303. Krissi lögga talar við nemendur 7. bekkjar um útivistartímann.
Kl. 12.30-16.30
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldin í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Kl. 13.00-15.00
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður upp á blóðþrýstings og blóðsykursmælingar ásamt almennri
heilbrigðisfræðslu á heilsugæslu HSS.
Kl. 16.30-20.30
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum ætlar að vera með námskeið í að hætta að reykja með Valgeiri Skagfjörð.
Kl. 17.00
Gengið til betra lífs. Hilmar Bragi Bárðarson mun greina frá lífsreynslu sinni og hvernig hann endaði á sjúkrahúsi fyrir það eitt að hugsa ekkert um eigin heilsu. Hann mun segja frá því hvernig hann snéri við lífinu og hefur á nokkrum vikum náð ótrúlegum árangri á leið sinni til betra lífs með því að breyta matarræði og fara út að ganga. Gengið frá Reykjaneshöll.
Kl. 17.00-18.45
Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á bókmenntagöngu. Genginn verður góður hringur frá Ráðhúsinu um bæinn með stoppi þar sem lesið verður upp úr bókum sem tengjast svæðinu, staðir heimsóttir og sagt frá. Boðið verður upp á hressingu í
húsakynnum safnsins í Ráðhúsi.