Fréttir

Taktfastar jarðhræringar haldi áfram í náinni framtíð
Eldgosið í ljósaskiptunum í gærmorgun. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 9. febrúar 2024 kl. 10:58

Taktfastar jarðhræringar haldi áfram í náinni framtíð

Vísbendingareru um að landris haldi áfram við Svartsengi. Greinilegt sig mældist í Svartsengi samhliða kvikuinnskotinu og eldgosinu í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Strax eru hinsvegar komnar fram vísbendingar um að ris kunni að halda áfram. Of snemmt sé þó að fullyrða það samkvæmt sérfærðingi Veðurstofunnar,“ segir á síðu hópsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Að jafnaði hafa liðið um þrjár vikur á milli þeirra þriggja eldgosa sem orðið hafa, 18. desember 2023, 14. janúar 2024 og nú 8. febrúar 2024

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segier að ris virðist sjáanlegt á nokkrum mælum í grennd við Svartsengi. Er því líklega hægt að gera ráð fyrir að þessar taktföstu jarðhræringar, sem nú hafa orsakað fjögur innskot og þrjú eldgos á þremur mánuðum, muni halda áfram í náinni framtíð.