Takmarkað lóða framboð í Garði
Flestum lóðum í fyrri hluta Teiga- og Klapparhverfis í Suðurnesjabæ hefur nú verið úthlutað og afar takmarkað lóðaframboð er nú til staðar í Garði, þar sem hverfin tvö eru.
„Því nauðsynlegt að huga að frekari innviðauppbyggingu og skipulagsmálum áframhaldandi íbúðabyggðar,“ segir í fundargerð framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar.
Skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins er falið að vinna að tillögum um breytingu deiliskipulags á seinni hluta Teiga- og Klapparhverfis.