Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Takmarka aðgang að D-deild vegna bráðsmitandi pestar með svæsnum uppköstum og niðurgangi
Miðvikudagur 19. janúar 2011 kl. 03:14

Takmarka aðgang að D-deild vegna bráðsmitandi pestar með svæsnum uppköstum og niðurgangi

Aðgangur að D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur verið takmarkaður verulega vegna sýkingar í meltingarvegum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSS sem birt er á vef stofnunarinnar. Heimsóknir eru verulega takmarkaðar og aðeins leyfðar í samráði við starfsfólk deildarinnar.

Heilbrigðsstofnun Suðurnesja tekur ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, segir í frétt á Vísi. Um er að ræða bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi, samkvæmt Vísi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024