Takk fyrir að hirða karlinn upp
Skipstjórinn á Ósk KE 5, Sævar Bryjólfsson, kom nú fyrir skemmstu með köku til áhafnar og flugdeildar Landhelgisgæslunnar til að þakka fyrir aðstoð sem hann fékk 20. september 2005. Í fluginu voru Benóný Ásgrímsson, flugstjóri, Jón Erlendsson, spilmaður, Friðrik Höskuldssn, stýrimaður, Hörður Ólafsson, læknir og Sigurður Heiðar, flugmaður. Frá þessu er greint á vef Landhelgisgæzlunnar.