Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka tengiliði fagnandi
Föstudagur 15. október 2010 kl. 13:24

Taka tengiliði fagnandi

Bæjarráð Garðs fagnar því samhljóða í fundargerð sinni nú í vikunni að iðnaðarráðherra hefur skipað tengilið við verkefnastjóra um álver í Helguvík.

„Mikilvægi ráðningar verkefnastjórans hefur þegar komið í ljós og bundnar eru miklar vonir við hans störf. Bæjarráð Garðs stendur heilshugar á bak við verkefnið og hvetur alla aðila verkefnisins til að vinna með verkefnastjóranum og hver og einn líti til ábyrgðar sinnar um framgang álvers í Garði,“ segir bæjarráðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Runólfur Ágústsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til að vinna að framgangi álvers í Helguvík. Iðnaðarráðuneytið hefur nú skipað tengilið sem verður í beinu sambandi við Runólf og því fagna Garðmenn.