Taka lán til að brúa bil á meðan bókhaldi bæjarins er komið í viðunandi horf
 Meirihluti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Garði hefur samþykkt að tekið verði skammtímalán allt að 10 milljónum króna, til að brúa bilið á meðan verið er að koma bókhaldi bæjarins í viðunandi horf og skýra rekstrarstöðu þess.
Meirihluti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Garði hefur samþykkt að tekið verði skammtímalán allt að 10 milljónum króna, til að brúa bilið á meðan verið er að koma bókhaldi bæjarins í viðunandi horf og skýra rekstrarstöðu þess.Í greinargerð um lántökuna segir að lítið hafi verið bókað í bókhaldskerfi fyrstu mánuði ársins 2006 og því ekki hægt að sjá stöðu bæjarins í einstökum málaflokkum. Ljóst er að töluvert hefur borist af reikningum sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun, en fráfarandi bæjarstjórn samþykkt og vísað að hluta til endurskoðunar.
Upphæðin er umfram greiðslugetu sveitarfélagsins ef ekki verður gripið til lántöku. Fresta má greiðslu hluta reikninganna á meðan verið er að koma bókhaldi í lag og skýra rekstrarstöðu bæjarins, en um þriðjung upphæðarinnar verður að greiða strax.
Þess vegna er lagt til að bæjarstjórn samþykki töku skammtímaláns allt að 10 mkr.
Samþykkt með 4 atkvæðum N-listans, fulltrúar F-lista sitja hjá.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				