Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka jákvætt í að sjá nemendum fyrir námsgögnum
Miðvikudagur 31. ágúst 2016 kl. 09:37

Taka jákvætt í að sjá nemendum fyrir námsgögnum

Fræðsluráð Reykjanesbæjar tekur jákvætt í að Reykjanesbær sjái nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir námsgögnum og leggur til að gerð verði nánari úttekt á heildarkostnaði sveitarfélagsins.

Umræða um kostnað við námsgögn í grunnskólum fór fram í fræðsluráði Reykjanesbæjar á fundi ráðsins í síðustu viku. Fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum hafa svipuð mál til skoðunar en Grunnskóli Sandgerðis útvegaði öllum sínum nemendum námsgögn við skólasetningu nú í haust.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024