Föstudagur 3. september 2021 kl. 10:38
Taka gjald af ferðamönnum vegna salerna
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að taka gjald af ferðamönnum vegna salerna í Kvikunni ef einungis er nýtt sú aðstaða. Þetta var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs en sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Honum hefur jafnframt verið falið að útfæra málið.