Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Taka ekki þátt í afhendingu á blöðrum
Föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 12:24

Taka ekki þátt í afhendingu á blöðrum

- í Heiðarskóla fyrir Ljósanótt

Hópur starfsfólks Heiðarskóla í Reykjanesbæ afhenti í gær fræðslustjóra Reykjanesbæjar undirskriftir sínar þar sem þeir tjá fræðslustjóra að starfsmennirnir ætli ekki að taka þátt í afhendingu á blöðrum fyrir setningu Ljósanætur. Setningarathöfn verður við Myllubakkaskóla næsta fimmtudag.

Starfsmenn Heiðarskóla komu saman á starfsmannafundi þann 20. ágúst sl. Þar varð mikil umræða um setningu Ljósanætur. Starfsmennirnir sem skrifuðu undir bréf til fræðslustjóra bæjarins telja það stríða gegn umhverfisáætlun Heiðarskóla að sleppa blöðrum á Ljósanótt og hafa því ákveðið að taka ekki þátt í afhendingu á blöðrum.

Þess í stað leggur starfsfólkið til að nemendur verði með fána sem þeir hafa búið til sjálfir og veifi þeim við setninguna. Þá ætlar starfsfólkið að fara í sérstaka fræðslu um þau umhverfisáhrif sem setningin hefur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024