Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Taka af ferðastyrki til 28 tónlistarkennara
    Frá kennslu í tónlistarskólanum.
  • Taka af ferðastyrki til 28 tónlistarkennara
    Haraldur Árni Haraldsson.
Föstudagur 23. janúar 2015 kl. 07:10

Taka af ferðastyrki til 28 tónlistarkennara

Tónlistarskólastjóri uggandi yfir ákvörðun Reykjanesbæjar.

„Bæjarstjóri Reykjanesbæjar var á fundi með okkur í gær [þriðjudag] þar sem við lögðum fram bréf, stílað á bæjarráð, þar sem við hvöttum til að þess að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann sagði okkur þó að ekki yrði að því - því miður,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistaskóla Reykjanesbæjar. Þann 1. mars næstkomandi mun Reykjanesbær ekki lengur endurgreiða kennurum tónlistarskólans, sem koma frá höfuðborgarsvæðinu, andvirði rútufargjalds til og frá vinnu.
 
Kennarar hafa haft val um hvort endurgreiðslan nýtist í rútufargjald eða upp í eldsneyti. 28 af 44 kennurum tónlistarskólans koma til vinnu frá höfuðborgarsvæðinu og Haraldur segist óttast að missa þennan mannskap. Enginn þeirra hafði sagt upp þegar Víkurfréttir náðu tali af Haraldi í gær. „Miðað við viðbrögðin á fundinum óttast ég það þó. Þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því að fá vinnu nær heimilum sínum. Það er vöntun á kennurum í þessum greinum. Ég vona að aðstaðan og fyrirkomulagið hér verði til þess að halda þeim hér,“ segir Haraldur.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024