Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tafir við landamæraeftirlit
  • Tafir við landamæraeftirlit
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 09:29

Tafir við landamæraeftirlit

Langar biðraðir hafa myndast við vegabréfaeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun en mikil umferð farþega hefur verið inn í landið. Tafir geta orðið á millilandaflugi í dag þar sem færri hlið í landamæraeftirliti eru opin vegna verkfalls.

Landa­mæra­verðir á Keflavíkurflugvelli eru fé­lag­ar í SFR og hafa verið í verk­falli nokkra undanfarna daga. Landamæraeftirlit og vegabréfaskoðun hefur verið þannig háttað að vaktin er skipuð til helminga af lögreglumönnum og landamæravörðum. Aðeins lögreglumenn standa vaktina þar sem landamæraverðir eru í verkfalli í dag.

Margar vélar komu frá Bandaríkjunum í morgun sem síðan halda áfram til Evrópu nú með morgninum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024