Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tafir í landamæraeftirliti vegna verkfalls
Fimmtudagur 15. október 2015 kl. 09:24

Tafir í landamæraeftirliti vegna verkfalls

Vegna verkfalls SFR hafa orðið tafir á flugi um Keflavíkurflugvöll. Landamæraverðir eru í SFR en lögreglumenn sinna landamæraeftirlitinu í verkfallinu. Færri hlið eru opin og var varað við því í gær að raðir gætu myndast við vegabréfahliðin. Tafirnar eiga þó eingöngu við um flug frá Bretlandi og Norður-Ameríku.

Guðni Sig­urðsson­, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, segir á mbl.is í morgun að lang­ar biðraðir mynduðust í vega­bréfa­eft­ir­litinu.

Að sögn Guðna voru fjöl­marg­ir starfs­menn Isa­via á staðnum og buðu fólki upp á vatn og full­vissuðu það um að það myndi ekki missa af flugi þrátt fyr­ir að biðin væri löng. Hann seg­ir að farþegar hafi al­mennt tekið þessu vel og sýnt skiln­ing enda all­ir full­vissaðir um að flug­vél­in færi ekki án þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024