Tafir á viðræðum um framtíð varnarliðsins vegna anna
Annir í Washington hafa valdið töfum á viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kom þetta fram hjá Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Búist hafði verið við að embættismenn Íslands og Bandaríkjanna hæfu viðræður í janúar um framtíð varnarliðsins.
Ljósmynd: Mats Wibe Lund.