Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tafir á tvöföldun Reykjanesbrautar
Miðvikudagur 12. desember 2007 kl. 12:54

Tafir á tvöföldun Reykjanesbrautar

Tafir hafa orðið á tvöföldun Reykjanesbrautar m.a. vegna óánægju starfsmanna verktakafyrirtækisins Jarðvéla sem ekki hafa fengið greidd laun. Umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nú hefði átt að vera búið að taka í notkun nýjar akreinar á sex kílómetra kafla og gatnamót við Voga en aðeins þrír kílómetrar séu tilbúnir. Rúv greinir frá þessu í morgun.

Verkalýðsfélagið Efling hefur sent Jarðvélum bréf vegna vangreiddra launa 5 til 10 starfsmanna en nokkur hópur þeirra hefur lagt niður vinnu. Rúv hefur eftir Ágústi Þorlákssyni, þjónustufulltrúa Eflingu, að fyrirtækið skuldi starfsmönnum laun fyrir nóvember og hluta októbermánðar. Svo virðist sem tafir hafi verið á launagreiðslum undanfarna mánuði. Þá hafi orlof um 20 starfsmanna ekki skilað sér til banka og hafi þeim verið vísað á félagmálaráðuneytið sem fer með ábyrgðarsjóð launa.

Haft er eftir Jónasi Snæbjörnssyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar, að seinagangur hafi valdið töfum á tvöföldun Reykjanesbrautar. Vegagerðin hafi beðið fyrirtækið um áætlun um hvernig verkinu verði komið á rétt ról og fullyrði forsvarsmenn þess að verkinu verði skilað á tilsettum tíma 15. ágúst á næsta ári.

Mynd: Á Reykjanesbraut. Urgur er í starfsmönnum vegna vangreiddra launa og framkvæmdir hafa tafist. VF-mynd: elg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024