Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. desember 2003 kl. 15:17

Tafir á opnun Kölku

Smávægilegir tafir hafa orðið á uppsetningu og keyrslu tækjabúnaðar í nýju sorpeyðingarstöðinni, Kölku í Helguvík. Því vill Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. benda stofnunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum að áfram verður hægt að losa úrgang til bráðabirgða við gömlu sorpbrennslustöðina við Hafnaveg.  Opnunartími móttökustöðvar Kölku að Berghólabraut 7 verður auglýstur um leið og hún kemst í gagnið en vonast er að það verði fljótlega.  Við vonum að þetta valdi ekki fyrirtækjum eða stofnunum óþægindum.

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024