Tafir á opnum sjálfafgreiðslustöðvar ÓB
Olís er að byggja ÓB sjálfsafgreiðslustöð við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ.Til stóð að opna stöðina í júní en tafir hafa orðið á framkvæmdum og er stefnt að því að opna hana í lok september.
Að sögn Steinars Sigtryggssonar útibússtjóri Olíuverzlunar Íslands á Suðurnesjum hafa verið tafir á framkvæmdunum af ýmsum ástæðum. „Það þurfti að grafa sundur Aðalgötuna til að koma tengingum fyrir stöðina, það tók lengri tíma en áætlað var. Nú er búið að loka gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar vegna framkvæmda við hringtorg og það tefur okkur líka.“
„Það er mikið mál að byggja svona sjálfsafgreiðslustöð, þetta er stór og mikil framkvæmd. Á stöðinni verður boðið upp á fjölbreyttar gerðir af eldsneyti,“ sagði Steinar.