Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tafir á bólusetningu gegn Svínaflensu
Þriðjudagur 1. desember 2009 kl. 10:53

Tafir á bólusetningu gegn Svínaflensu


Sökum þess að  bóluefni gegn Svínaflensunni berst seinna til landsins en reiknað var með hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesjum þurft að fresta bólusetningum á þeim sem þegar áttu bókað.
Þeir sem áttu bókað 3. og 10. desember eiga að mæta á sömu tímum þann 16. desember. Óbreytt dagsetning er fyrir þá sem eiga bókað 17. desember, segir í tilkynningu á vef HSS.
Þar segir ennfremur að opnað verði fyrir nýjar bókanir 15. desember en ekki sé ljóst hversu marga tíma verði hægt að bjóða á þeim tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024