Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. júlí 2003 kl. 19:58

Tæplega þúsund manns sækja um skólavist í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Aldrei hafa jafn margir sótt um skólavist í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nú á haustönn. Umsóknir eru að nálgast níuhundruð í dagskóla eða um eitt hundarð fleiri en á sama tíma í fyrra. Spár skólanefndar um nemendafjölgun sem lá til grundvallar stækkun skólans virðist þar með vera að ganga eftir og því ekki seinna vænna að taka í notkun nýtt húsnæði. Nokkur óvissa ríkir þó um það hvort hægt verði að taka við öllum þessum fjölda í haust, því þrátt fyrir ábendingar þar um til ráðuneytisins var ekki gert ráð fyrir þessari aukningu í fjárveitingum til skólans á yfirstandandi fjárlagaári og alls óvíst hvort aukafjárveiting fáist til kennslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024