Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tæplega 500 manns atvinnulausir á Suðurnesjum
Föstudagur 28. febrúar 2003 kl. 14:46

Tæplega 500 manns atvinnulausir á Suðurnesjum

490 manns eru atvinnulausir í lok febrúarmánaðar á Suðurnesjum, 264 konur og 226 karlar að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Í febrúar árið 2002 voru 208 einstaklingar atvinnulausir á Suðurnesjum, 136 konur og 72 karlar og er aukningin milli ára 282 einstaklingar eða rúm 130%. Í febrúar árið 2001 voru 125 einstaklingar atvinnulausir á Suðurnesjum og skiptist það þá þannig að 98 konur voru atvinnulausar og 27 karlmenn.Ketill Jósepsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði vissulega áhyggjur af ástandinu: „Við vonum að fyrirhugaðar framkvæmdir á Suðurnesjum fari af stað. Deildir innan Reykjanesbæjar og fyrirtæki í einkageiranum eru farin að skoða starfsþjálfunarmöguleika sem Vinnumiðlun bíður uppá og við bindum miklar vonir við að það beri árangur. Nágrannasveitarfélögin eru líka farin að skoða þessa möguleika og við verðum bara að vera bjartsýn.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024