Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tæplega 50 gista í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ
Fjöldahjálparstöðin undirbúin í kvöld. Mynd: Ásmundur Friðriksson
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 02:23

Tæplega 50 gista í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ

Tæplega 50 manns úr Grindavík gista í fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ í nótt. Fjöldahjálparstöðin er í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík.

Hópur starfsmanna Rauða krossins og sjálfboðaliðar voru mættir þangað um miðnætti til að gera allt klárt, taka á móti gámi fullum af rúmum sem koma á fyrir í sal hússins.

Þá eru sóknarprestarnir í Keflavík og Njarðvík á staðnum og prestur kaþólsku kirkjunnar á Ásbrú er einnig væntanlegur í hús en prestarnir veita þeim sálgæslu sem vilja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024