Tæplega 400 manns atvinnulausir
Tuttugu og fjögur störf eru auglýst á vefsíðu Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja í dag, en á atvinnuleysisskrá eru alls 388 manns, þar af 217 konur og 171 karlmaður. Flest störfin sem auglýst eru á síðunni eru á sviði fiskvinnslu, s.s við saltfiskverkun í Vogum, fiskverkun í Reykjanesbæ og Sandgerði, fiskþurrkun á Reykjanesi og auglýst er eftir beitningarmanni í Sandgerði. Að sögn Ketils Jósefsson forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja er verið að ráða í nokkrar stöður sem auglýstar eru á vefsíðu miðlunarinnar.
Störf í boði má sjá hér.
VF-ljósmynd/JKK.