Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tæplega 2600 jarðskjálftar frá miðnætti
Skjálftar síðustu sjö sólarhringa. Rauðir punktar eru nýjustu skjálftarnir. Skjáskot af Skjálfta-Lísu Veðurstofu Íslands.
Sunnudagur 7. mars 2021 kl. 22:51

Tæplega 2600 jarðskjálftar frá miðnætti

Frá miðnætti hafa tæplega 2600 skjálftar mælst á Reykjanesskaga. Stærsti skjálfti næturinnar var af stærð 5,0 kl. 02:02 um 3 km VSV af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu.

Hátt í 40 skjálftar yfir 3 af stærð mælst frá miðnætti, þar af fimm skjálftar yfir 4 að stærð. Skammvinnur óróapúls mældist skömmu eftir miðnætti, en sá var styttri og ekki jafn öflugur og púlsinn sem mældist 3. mars, segir í athugasemd jarðvísindamanna á vef Veðurstofu Íslands nú í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024