Mánudagur 20. júní 2011 kl. 14:26
Tæpar 5 milljónir í atvinnuátak fyrir 17-19 ára ungmenni
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að leggja 4,7 milljónir króna til vinnuskóla- og atvinnuátaksverkefna í Reykjanesbæ. Fjárhæðin er innan fjárhagsáætlunar en henni er ætlað að leysa brýnustu þörfina hjá þeim ungmennum á aldrinum 17-19 sem enn hafa ekki fengið sumarvinnu.