Tæpar 30 milljónir í Lottó til Grindavíkur
Einn Grindvíkingur er tæpum 30 milljónum króna ríkari. Tveir skiptu með sér 1. vinningi í sexföldum potti í Lottóinu á laugardag og hlýtur hvor um sig rúmlega 28,4 milljónir. Annar miðinn var keyptur í N1 við Ártúnshöfða í Reykjavík en hinn í Aðal-Braut við Víkurbraut í Grindavík. Vinningshafinn hefur ekki gefið sig fram.
Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem risa vinningur kemur til Grindavíkur, 60 milljón króna vinningur í Happdrætti Háskólans kom til Grindavíkur á dögunum.