Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tæpar 112 milljónir króna til Grindavíkur
Miðvikudagur 21. júní 2023 kl. 14:33

Tæpar 112 milljónir króna til Grindavíkur

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Alls voru veittir styrkir til 57 verkefna til margvíslegra framkvæmda og endurbóta á hjúkrunarheimilum um allt land, auk nýframkvæmdar við byggingu þjónustumiðstöðvar í Grindavík. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Úthlutanirnar eru í samræmi við tillögur stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra sem leggur mat á umsóknir í samræmi við reglugerð um sjóðinn og gerir tillögur til ráðherra um úthlutanir úr honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hæsta framlagið að þessu sinni, tæpar 112 milljónir króna, fer til Grindavíkurbæjar til byggingar þjónustumiðstöðvar með félagsaðstöðu fyrir aldraða. Við mat á umsóknum og forgangsröðun úthlutana lagði stjórnin sérstaka áherslu á verkefni sem miða að bættum aðbúnaði íbúa, s.s. breytingu fjölbýla í einbýli, endurbótum á hreinlætisaðstöðu, aðgengismál og endurbætur á öryggiskerfum. Einnig var áhersla lögð á brýn viðhaldsverkefni, bættan aðbúnað í sameiginlegum rýmum íbúa og endurbætur á starfsmannarýmum.