Tæpa hálfa öld í vinnu hjá bæjarfélaginu
Ágústa Guðmundsdóttir starfsmaður Njarðvíkur og síðar Reykjanesbæjar til rúmlega 47 ára lét af störfum í vikunni. Henni voru færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins og bæjarbúa og óskað velfarnaðar.
Ágústa hóf störf hjá Rafveitu Njarðvíkur í júní 1968, sem rann inn í Hitaveitu Suðurnesja árið 1985. Þá flutti Ágústa sig til bæjarskrifstofanna í Njarðvík og hóf störf hjá Reykjanesbæ eftir sameiningu sveitarfélaga árið 1994.
Ágústa hefur gengt margvíslegum störfum fyrir Reykjanesbæ og vann undir lokin í þjónustuveri bæjarfélagsins, segir á heimasíðu bæjarins.