Tæp 8% samdráttur aflaverðmæta
Aflaverðmæti Suðurnesjaflotans dróst saman um 7,9 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins milli ára. Þau námu rúmum 5,1 milljarði voru rúmir 4,7 milljaðar árið áður á sama tímabili.
Þetta er talsvert minni samdráttur aflaverðmæta en í flestum öðrum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu var nam hann 17,5 prósentum en tæpum 28 prósentum á Suðurlandi, svo dæmi séu tekin. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.