Tæp 55 þúsund tonn af loðnu komin að landi í Grindavík á vertíðinni
Mjög góð loðnuveiði hefur verið suður af Malarrifi síðustu sólarhringana. Skipin stoppa stutt við á miðunum enda fljót að fylla sig. Frá því á föstudag hafa rúmlega 42 þúsund tonn borist að landi.Mestu hefur verið landað á Eskifirði, 80 þúsund tonnum, rúmlega 72 þúsund tonnum á Seyðisfirði, tæplega 71 þúsund tonnum í Neskaupstað og 54 þúsund tonnum í Grindavík. 150 þúsund tonn eru eftir af loðnukvótanum