Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 1. nóvember 2000 kl. 10:58

Tæp 3000 tonn á land

Í síðustu viku voru gæftir góðar hjá Grindavíkurbátum fram á fimmtudag, en ekkert var róið eftir það. Samtals bárust um 2640 tonn á land í Grindavík í síðustu viku, þar af voru 948 tonn af kolmunna af Vilhelm Þorsteinssyni og þrír síldarbátar lönduðu afla af vestursvæðinu, samtals rúmlega 1100 tonnum. Oddeyrin var með mestan afla, 570 tonn í tveimur löndunum. Flutningaskipið Lómur lestaði rúmlega 1200 tonn af mjöli á fimmtudag og föstudag. Togskipin lönduðu í vikunni samtals um 180 tonnum og var Þuríður Halldórsdóttir með mestan afla, 49 tonn í einni veiðiferð. Þá landaði Hrafn Sveinbjarnarson frystum afurðum að verðmæti 49 milljónir króna. Átta handfærabátar lönduðu samtals 10 tonnum í þrettán löndunum og var Sæunn með mestan afla, tæp 3 tonn í tveimur róðrum. Það voru sautján línubátar sem lönduðu samtals 375 tonnum í vikunni og voru Sighvatur með 68 tonn og Hrungnir með 62 með, sem var mesti af beitningavélabátunum en þeir lönduðu báðir þessum afla í einni löndun. Þorsteinn Gíslason og Reynir voru báðir með um 13 tonn í þremur löndunum og af minnstu bátunum var Staðarberg með mest 6,5 tonn í fjórum löndunum. Afli netabáta er tregur og lönduðu fjórir netabátar rúmum 10 tonnum í vikunni og var Askur með mest, eða tæp 4 tonn í fjórum róðrum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024