Föstudagur 12. janúar 2001 kl. 12:53
Tæknilega auðvelt verk

Kristján Pálsson (D) telur að mögulegt sé að hefja framkvæmdir 2002 og ljúka þeim ári síðar. Kristján segist hafa það eftir forstjóra Íslenskra aðalverktaka að verkið sé tæknilega auðvelt miðað við mörg önnur og hægt sé að ljúka því ef nægilega miklið fjármagn væri til staðar.
„Ég styð áhugahóp að tvöföldun Brautarinnar og mun vinna að því að verkið verði á vegaáætlun 2002-06, og að því ljúki 2004. Ég trúi að það takist.“