Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Tæknifræðinám Keilis fær hitakerfahermi
Miðvikudagur 21. desember 2011 kl. 12:03

Tæknifræðinám Keilis fær hitakerfahermi

Háskóli Íslands og Keilir hafa fengið afhentan tölvustýrðan hitakerfahermi að gjöf frá Gesti Gunnarssyni tæknifræðingi, sem mun nýtast við kennslu í tæknifræðinámi skólans.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hermirinn verður nýttur við kennslu í verklegum tilraunum í varma- og straumfræði bæði við Háskóla Íslands og í tæknifræðinámi orku- og tækniskóla Keilis. Gestur gefur hitakerfaherminn í tilefni af aldarafmælis Háskóla Íslands til minningarar um föður sinn, Gunnar Gestsson pípulagningameistara sem lést þann 11. mars 1989.

Hermirinn er nýttur til greiningar á nýtingu heits vatns og könnun á varmatapi við húshitun. Hann er einnig notaður til greiningar á hegðun pípukerfa í húsum. Hermirinn er gerður fyrir íslenskar aðstæður, þ.e. með hefðbundið hitaveituinntak sem tengt er þremur hitakerfum, ofnakerfi, gólfhitakerfi og 15 kW hitablásara. Ofnakerfinu og hitablásaranum er stýrt með Danfoss-tölvu en gólfhitakerfinu með tölvu af Siemens-gerð.

Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis og Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands og varaformaður stjórnar Keilis, veittu búnaðinum formlega viðtöku í Keili þriðjudaginn 20. desember síðastliðinn.

Mynd: Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis, Gestur Gunnarsson, tæknifræðingur, Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands og Sæunn Stefánsdóttir Verkefnisstjóri aldarafmælis Háskóla Íslands

Dubliner
Dubliner