Tækjum og peningum stolið
Tvö þjófnaðarmál komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Óviðkomandi fór inn í gæludýraverslun í umdæminu og hafði á brott með sér rúmlega 12 þúsund krónur.
Þá var brotist inn í nýbyggingu og þaðan stolið verkfærum. Eigandinn saknaði tveggja borvéla ásamt hleðslutækjum, slípirokks og heyrnartóla.
Lögregla rannsakar málin.