Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tækifæri fyrir Suðurnesjamenn á norðurslóðum
Frá kynningarfundinum á Ásbrú. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 15:46

Tækifæri fyrir Suðurnesjamenn á norðurslóðum

- Vel sóttur kynningarfundur haldinn á Ásbrú

Tækifæri í atvinnuuppbyggingu á norðurslóðum voru kynnt fyrir fyrirtækjum á Suðurnesjum í síðustu viku. Þá fór fram fyrsti kynningarfundur verkefnisstjórnar á vegum Heklunnar- Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Samtaka  atvinnurekenda á Reykjanesi og Isavia um ný tækifæri í atvinnuuppbyggingu á norðurslóðum. Hátt í eitthundrað manns sóttu fundinn sem haldinn var í Eldey, þróunarsetrinu á Ásbrú.

Helstu tækifæri Suðurnesjamanna í þjónustu við norðurslóðir er að á Keflavíkurflugvelli verði staðsett björgunarmiðstöð fyrir norðurslóðir vegna þeirra verkefna sem unnið er að t.a.m. vegna opnunar siglingarleiða og í tengslum við olíuleit við austurstönd Grænlands, svo dæmi séu tekin.

Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi, setti fundinn og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarformaður Heklunnar, fór með fundarstjórn.
Tómas Orri Ragnarsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu fjallaði um norðurslóðastefnu íslenskra stjórnvalda. Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og verkefnastjóri Norðurslóða-viðskiptaráðsins fjallaði um markmið og starfsemi ráðsins. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fjallaði um verkefnið Arctic Services á Akureyri og Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands fjallaði um tilgang, markmið og starfsemi Norðurslóðanetsins.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024