Laugardagur 16. ágúst 2014 kl. 12:00
Systur vilja bogfimiaðstöðu í Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur tekið fyrir bréf þeirra Sigurbjargar Erlu og Guðbjargar Viðju Pétursdætra. Þar leggja þær fram beiðni um aðstöðu til iðkunar bogfimi í sveitarfélaginu.
Bæjarráð beinir erindinu til Frístunda- og menningarnefndar með ósk um að málið verði tekið til skoðunar.