Sýslumannsembættin á Suðurnesjum undir stjórn Lögreglustjóra
Núverandi umráðasvæði Sýslumannsins í Keflavík og Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli verða sett undir stjórn sama embættismanns, Lögreglustjórans á Suðurnesjum þegar breyting á lögreglulögum og lögum um framkvæmdavald ríkisins í héraði taka gildi um næstu áramót.
Með þessum nýju lögum er lögregluumdæmum landsins fækkað niður í 15, en Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem jafnframt er sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, fer með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Grindavík, Sandgerði, Sveitarfélagið Garð, Reykjanesbæ og Sveitarfélagið Voga auk þeirra svæða á Suðurnesjum sem eru varnarsvæði samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna.
Einnig kemur fram í lögunum að við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum skulu starfa aðstoðarlögreglustjórar. Þá verður sett upp við embættið sérstök rannsóknardeild. Útlendingaeftirlit verður á könnu lögreglustjórans á Suðurnesjum og verður aðskilið frá samskonar deild á Höfuðborgarsvæðinu.
Með þessum nýju lögum er lögregluumdæmum landsins fækkað niður í 15, en Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem jafnframt er sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, fer með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Grindavík, Sandgerði, Sveitarfélagið Garð, Reykjanesbæ og Sveitarfélagið Voga auk þeirra svæða á Suðurnesjum sem eru varnarsvæði samkvæmt varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna.
Einnig kemur fram í lögunum að við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum skulu starfa aðstoðarlögreglustjórar. Þá verður sett upp við embættið sérstök rannsóknardeild. Útlendingaeftirlit verður á könnu lögreglustjórans á Suðurnesjum og verður aðskilið frá samskonar deild á Höfuðborgarsvæðinu.