Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli rekið með halla
Föstudagur 4. ágúst 2006 kl. 11:04

Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli rekið með halla

Skv. mbl.is kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga 2005 að uppsafnaður halli af rekstri sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli hafi skv. bráðabirgðauppgjöri numið 98 m.kr. í árslok 2005. Fjárveiting til embættisins í fjárlögum 2006 er 596 m.kr. en þegar búið er að draga frá uppsafnaðan halla stendur aðeins eftir útgjaldaheimild upp á 441 m.kr. fyrir árið 2006. Reksturinn árið 2005 nam hins vegar 605 m.kr. og miðað við fyrirhugaða aukningu umsvifa hjá sýslumannsembættinu telur ríkisendurskoðandi ljóst að nauðsynlegt sé að bæta verulega fjárheimildir ársins 2006, sé ætlunin að standa undir núverandi starfsemi sýslumannsembættisins.

Komi ekki til aukningar fjárheimilda er nauðsynlegt að draga umtalsvert saman í þjónustu, en engin áform eru uppi um slíkan samdrátt. Ríkisendurskoðandi bendir á að sé það mat stjórnvalda að vöxtur embættisins sé eðlilegur og því beri að tryggja meiri fjárheimildir í fjárlögum.
Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis, segir að unnið hafi verið að því að finna lausnir á fjárhagsvanda sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli án þess að leita aukinna fjárveitinga frá Alþingi. Hann segir að til standi að halda þeirri vinnu áfram.

www.mbl.is

 

Mynd/vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024