Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. febrúar 2002 kl. 15:25

Sýslumaður setur lögbann á aðgerðir

Aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur sem hafa verið við Njarðvíkurhöfn í gær og dag hafa nú verið stöðvaðar með lögbanni frá Sýslumanninum í Keflavík.Sjómannafélagið stöðvaði uppskipun úr Hollenska skipinu Radeplein sem Atlantsskip ehf er með á leigu og er í siglingum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Skipið kom til hafnar í Njarðvík í gær með vörur fyrir varnaliðið og stöðvaði Sjómannafélagið uppskipunina vegna deilna um kjör sjómannanna um borð. Atlantsskipum var gert að leggja fram eina milljón króna í tryggingu til að lögbannið næði fram að ganga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024