Syntu frá Víkingaheimum til Keflavíkurhafnar
Sundfólk frá ÍRB safnaði á dögunum fjármunum fyrir sundstarfið með því að safna áheitum fyrir mikið sund frá Víkingaheimum á Fitjum og í Keflavíkurhöfn. Sundfólkið synti síðan leiðina sl. föstudag og var það hluti af dagskrá Ljósanætur. Fjölmargir þátttakendur voru í sundinu og tókst að ljúka því á tveimur klukkustundum. Björgunarsveitin Suðurnes sá síðan um að tryggja öryggi sundfólksins og fylgdi því eftir á tveimur bátum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sundfólkið nálgaðist höfnina í Keflavík.
Fleiri myndir eru í myndasafni Víkurfrétta hér á vf.is.