Synja deiliskipulagi fyrir Hákotstanga
Tuttugu og fjórar athugasemdir bárust frá einstaklingum og þrír undirskriftalistar vegna deilidkipulags Njarðvíkurbrautar 43-46 eða Hákotstanga. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar segir að þar sem víðtæk andstaða íbúa er við byggingarmagn samkvæmt auglýsingu, er kynntu deiliskipulagi synjað. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu en mikilvægt er að skipulag komi betur til móts við ábendingar íbúa varðandi byggingamagn og umferð.
Ljósmynd: Oddgeir Karlsson