Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýningin komin til ára sinna  og undirstöður orðnar ryðgaðar
Bátafloti Gríms Karlssonar. Ljósmynd: JPK
Föstudagur 28. ágúst 2020 kl. 09:44

Sýningin komin til ára sinna og undirstöður orðnar ryðgaðar

Eiríkur P. Jörundsson, safnstjóri Byggðasafnsins, skýrði frá vinnu sem nú stendur yfir vegna flutnings á sýningu á bátaflota Gríms Karlssonar úr svonefndum Bátasal upp á miðloftið í Bryggjuhúsinu á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.

Ástæðan er tvíþætt; núverandi sýning er komin til ára sinna og þá hefur komið í ljós að undirstöður undir glerskápum eru víða orðnar ryðgaðar og gætu skapað hættu. Verkefnið er jafnframt hluti af hugmyndavinnu sem nú stendur yfir varðandi endurskipulagningu Duus safnahúsa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024