Sýningin komin til ára sinna og undirstöður orðnar ryðgaðar
Eiríkur P. Jörundsson, safnstjóri Byggðasafnsins, skýrði frá vinnu sem nú stendur yfir vegna flutnings á sýningu á bátaflota Gríms Karlssonar úr svonefndum Bátasal upp á miðloftið í Bryggjuhúsinu á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.
Ástæðan er tvíþætt; núverandi sýning er komin til ára sinna og þá hefur komið í ljós að undirstöður undir glerskápum eru víða orðnar ryðgaðar og gætu skapað hættu. Verkefnið er jafnframt hluti af hugmyndavinnu sem nú stendur yfir varðandi endurskipulagningu Duus safnahúsa.