Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Sýningargluggi Íslands - 2. tímarit Fríhafnarinnar komið út
Mánudagur 5. mars 2012 kl. 13:10

Sýningargluggi Íslands - 2. tímarit Fríhafnarinnar komið út


Fríhöfnin og Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru einn stærsti sýningargluggi Íslands en það má m.a. sjá í öðru tímariti Fríhafnarinnar sem komið er út. Þar er að finna fróðlegt efni sem tengist versluninni, myndir og umfjöllun um vörur sem þar fást, viðtöl við Ástu Dís Óladóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, Keflavíkurmærina Helgu Steinþórsdóttur hjá Mýr design og við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásta Dís segir m.a. í viðtalinu að mikilvægt sé að gera íslenskri hönnun og vörum hátt undir höfði enda komi mörg hundruð þúsund útlendinga í flugstöðina á hverju ári. Ásta Dís segir að til þess að ná árangri þurfi allir að leggja sig fram og það sé svo sannarlega gert í Fríhöfninni en forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson sagði í Víkurfréttaviðtali í des. sl. að Fríhöfnin væri gullegg fyrirtækisins. Til að fylgja eftir metnaðarfullum áformum hefur verið settur á stofn Fríhafnarskóli sem er sérstaklega fyrir starfsfólk verslunarinnar. „Þar höfum við fengið til liðs við okkur nokkra af færustu sérfræðingum landsins til þess að vinna með okkur að því að gera Fríhöfnina að enn betri vinnustað sem vonandi skilar sér í enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Ásta Dís m.a. í viðtalinu.

Tímarit Fríhafnarinnar er eingöngu rafrænt en hægt er að finna það með því að smella hér.