Föstudagur 8. júní 2001 kl. 04:06
Sýning með verkum Sossu
Menninga- og safnaráð hefur ákveðið að kveðja fráfarandi listamann Reykjanesbæjar, Sossu með því að setja upp sýningu með verkum hennar.
Stefnt er að því að setja upp sýningu í Svarta Pakkhúsinu sem opnuð verður 16. júní nk. en Sossa var valin listamaður Reykjanesbæjar á síðasta ári.