Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýn­ing iðnaðarmanna í BG-saln­um
Sunnudagur 13. desember 2009 kl. 16:39

Sýn­ing iðnaðarmanna í BG-saln­um


Iðn­að­ar­manna­fé­lag Suð­ur­nesja varð 75 ára 4. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Fljót­lega eft­ir 50 ára af­mæl­ið, varð breyt­ing á fé­lags­formi iðn­fé­laga sem hafði um­tals­verð áhrif á starf­semi þeirra iðn­að­ar­manna­fé­laga, sem ekki voru bein stétt­ar­fé­lög. Logn­að­ist þá starf­semi I.S. nán­ast útaf.


Í til­efni af­mæl­is­ins hef­ur fjöl­menn­ur áhuga­hóp­ur um end­ur­reisn fé­lags­ins sett upp veg­lega sýn­ingu í Lista­sal BG, Gróf­inni 8 í Kefla­vík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sýn­ing­in var opn­uð í dag kl. 15. Þar er m.a. rifj­uð upp sögu­sýn­ing úr 50 ára af­mæli fé­lags­ins, sem tíma­rit­ið Faxi gerði þá góð skil og mun vænt­an­lega end­ur­taka leik­inn nú.


Iðn­að­ar­manna­fé­lag Suð­ur­nesja rak um langt ára­bil iðn­skóla, sem varð síð­ar hluti af Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­nesja.


Fjöl­brauta­skól­inn tek­ur einnig þátt í sýn­ing­unni, með kynn­ingu á fjöl­þættri starf­semi iðn­braut­ar skól­ans og af­rakstri náms­ins.


Byggða­safn­ið tek­ur einnig nokkurn þátt í sýn­ing­unni og hef­ur góð­fús­lega lán­að þang­að nokkra góða muni.


Sýn­ing­unni lýk­ur sunnu­dag­inn 10. jan­ú­ar nk., og hún verð­ur opin alla daga, nema stór­há­tíðar­dag­ana, kl. 14 til 17 dag­lega.