Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýning helguð heimilinu
Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri, tekur á móti gestum á milli klukkan 14:00 og 16:00 á laugardag og sunnudag. VF-mynd/dagnyhulda
Föstudagur 10. mars 2017 kl. 07:00

Sýning helguð heimilinu

- Munir frá tímabilinu í kringum 1970 í forgrunni

Nilfisk-ryksuga, prjónaður glímubúningur, öskubakki úr lituðu gleri, Rafha-eldavél og handþeytari í krukku eru meðal muna á sýningunni „Heimilið“ sem nú stendur yfir í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ. Nú um Safnahelgi getur fólk komið með myndir eða gripi til að fræðast um eða til að fræða starfsfólk safnsins um þá fjölbreyttu sögu sem býr í bæjarfélaginu. Að sögn Sigrúnar Ástu Jónsdóttir, safnstjóra, er sýningin um heimilið eins og það gæti hafa litið út í kringum árið 1970. „Hér á sýningunni eru ýmsir hlutir sem fólk kannast við. Á þessum tíma voru konur að sauma, prjóna, hekla og búa til mat frá grunni,“ segir hún. Mörg áhaldanna og tækjanna á sýningunni tengjast heimilisiðnaðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Borðið og stólarnir á myndinni voru í Tónlistarskólanum við Austurgötu en prýða nú sýninguna „Heimilið“ í Duus safnahúsum. Á miðju borði er öskubakki líkt og tíðkaðist í kringum 1970 og kínverskt postulín. VF-mynd/dagnyhulda

Á sýningunni eru einnig eldri munir eða allt frá árinu 1930 og til 1980 þó svo að tímabilið í kringum 1970 sé í forgrunni. Á sýningunni má skoða áhugaverða muni úr saumaskúffu Hrefnu Einarsdóttur í Njarðvík. Þar á meðal er litríkt garn og munir sem hún bjó til, svo sem púði og ullarsokkar.

Sigrún Ásta, safnstjóri, tekur á móti gestum á sýningunni á laugardag og sunnudag frá klukkan 14:00 til 16:00.