Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Sýnið aðgát og farið varlega“
Föstudagur 6. desember 2013 kl. 11:08

„Sýnið aðgát og farið varlega“

„Ef veðurspáin gengur eftir þá hvetjum við fólk til að sýna aðgát og fara varlega í nótt og fyrramálið. Vera helst ekki á ferðinni nema nauðsyn krefji. Það er lúmsk hálka sem getur verið varasöm þegar spáð er meiri snjókomu og hvassviðri. Þá getur víða orðið þungfært,“ segir Kári Viðarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hann segir sveitina að sjálfsögðu verða í viðbragðsstöðu með að veita aðstoð ef þess þarf til.

Núna styttist í jólin og þá hugsa eflaust margir sér til hreyfings við að undirbúa, kaupa inn og hittast. Kári telur mögulega farsælast að halda sig í heimabyggð þar til veður gengur yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024