Sýndu björgun úr sjó við Garðskaga

Áhöfnin á TF-Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sýndi björgun úr sjó með þyrlu á sólseturshátíðinni á Garðskaga nú í hádeginu. Hátíðargestur var klæddur upp í flotbúning og síðan var honum kastað í sjóinn af báti skammt undan landi. Það var síðan hlutverk áhafnar þyrlunnar að bjarga mannium á þurrt að nýju.
Ljósmyndari Víkurfrétta fylgdist með æfingunni úr þyrlunni og tók meðfylgjandi myndir við það tækifæri.

Á efstu myndinni er maðurinn í sjónum úti fyrir Garðskaga og hér að ofan má sjá hann kominn í björgunarlykkjuna þar sem byrjað er að hífa hann upp í þyrluna.

Frá því maðurinn er kominn í björgunarlykkjuna tekur aðeins örfáar sekúndur að hífa hann um borð í þyrluna.

Maðurinn kominn um borð og haldið með hann í land...

... en lent var á túninu við björgunarstöðina Þorsteinsbúð í Garði.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson






