Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Synda fyrir Ólavíu Margréti
Föstudagur 30. október 2015 kl. 10:19

Synda fyrir Ólavíu Margréti

- Þriggja mánaða og með krabbamein í augum

Krakkar í Sunddeild UMFG verða með sundmaraþon nú um helgina og safna áheitum til að styrkja Ólavíu Erlu, þriggja mánaða gamla stúlku sem er með krabbamein í augum. Guðlaug Erla, móðir Ólavíu fékk sama krabbamein ung að árum. Guðlaug missti annað augað og er nú með mjög skerta sjón á hinu auganu. Ólavía litla fer reglulega til Svíþjóðar í lyfjameðferðir og laseraðgerðir. Lyfjameðferðin lofar góðu og í síðustu ferð til Stokkhólms kom í ljós að meinið í öðru auganu var horfið.

Guðlaug Erla, móðir Ólavíu Erlu, fæddist árið 1996 og bjó fyrstu 12 ár ævinnar í Grindavík. Hún var greind með krabbameinið Retinoblastoma í báðum augum árið 1997 þegar hún var 16 mánaða gömul. Annað augað var fjarlægt strax og við tóku margs konar meðferðir eins og geislar og lyf til að bjarga hinu auganu. Allt var reynt og fóru meðferðirnar að mestu fram í London. Guðlaug missti 25 prósent sjónsvið á auganu sem eftir varð og stóðu meðferðinar yfir í rúmt ár. Í ágúst 2006 missti hún nánast alla sjón eða niður í 0.5 prósent og fór þá aftur í meðferðir til Englands. Þá kom í ljós ör í auganu sem hafði komið eftir frystimeðferð og geisla. Allar æðar í auganum höfðu rifnað og láku. Rúmt ár tók að hreinsa augað og í dag er Guðlaug með á bilinu 20 til 60 prósent sjón, eftir birtustigi, á þessu eina auga en sér best í góðri dagsbirtu.                                                                       

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að styrkja Ólavíu Margréti með framlagi á reikning 0143-05-60098, kt. 300715-3110. Sundmaraþonið stendur frá klukkan 14 í dag og til klukkan 14 á sunnudag. Guðlaug Erla og Ólavía Erla ætla að kíkja við í sundlaugina klukkan 14 á laugardag.