Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 18. febrúar 2004 kl. 17:04

Sykurverksmiðja í Keflavík?

Reykjanesbær er einn þeirra staða sem kemur til greina ef sett yrði á fót sykurverksmiðja hér á landi að því er fram kemur í grein eftir Gunnar Örlygsson alþingismann á vf.is. Í greininni segir Gunnar að Íslendingar flytji inn um 30 þúsund tonn af sykri árlega og bendir hann sérstaklega á sykur innfluttan frá Danmörku. Gunnar nefnir að hugmyndum hafi verið varpað fram um að Íslendingar setji á fót slíka verksmiðju og að Reykjanesbær, Hveragerði og Húsavík séu þau byggðarlög sem talin eru ákjósanlegust fyrir slíka verksmiðju þar sem öll byggðarlögin séu í nálægð við jarðvarma. Í greininni segir Gunnar að árleg velta slíkrar verksmiðju gæti numið 6 til 9 milljörðum króna.

Sjá grein Gunnars á vf.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024