Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýknaður af nauðgunarákæru
Föstudagur 5. október 2012 kl. 09:27

Sýknaður af nauðgunarákæru

Hæstiréttur Íslands sýknaði í gær karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á meðan hún var svo ölvuð að hún gat ekki spornað við því. Stúlkan sakaði manninn um að hafa nauðgað sér á veitingastað á Suðurnesjum í hans eigu á aðfangadag í hitteðfyrra og var maðurinn handtekinn á heimili fjölskyldu sinnar um klukkan sjö um kvöldið.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á sekt hans. Maðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn viðurkenndi að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna en sagði að þau hefðu verið með hennar vilja. Frá þessu er greint á vef Vísis.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024